
Sigurvegarar í einstaklingskeppni á verðlaunapalli. Ljósm. iss
Tvær jafnar í efsta sæti á fyrsta móti í Vesturlandsdeildinni
Fyrsta mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram í gærkvöldi í Faxaborg í Borgarnesi. Keppt var í fjórgangi. Eftir forkeppni var það Fredrica Fagurlund og Sjarmur frá Fagralundi sem stóðu efst með 6,57 í einkunn. Í A úrslitum urðu þær Fredrika og Glódís Líf Gunnarsdóttir svo jafnar í fyrsta sæti en Fredrika sigraði í sætaröðunni hjá dómurum og stóð því upp sem sigurvegari kvöldsins. Lið Laxárholts sigraði liðakeppni kvöldsins.