Íþróttir

true

ÍA vann Skallagrím í Vesturlandsslagnum

Nágrannaliðin ÍA og Skallagrímur mættust í sannkölluðum Vesturlandsslag í síðustu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á þessu tímabili á föstudagskvöldið og var leikurinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Leikurinn hafði kannski ekki mikla þýðingu fyrir stöðu liðanna í deildinni nema kannski upp á stoltið að gera og að geta haldið montréttinum fram á…Lesa meira

true

Víkingur Ó. og Skallagrímur töpuðu í Lengjubikarnum

Víkingur Ólafsvík og KV áttust við í riðli 1 í B deild Lengjubikars karla á laugardaginn og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Askur Jóhannsson kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu og korteri seinna skoraði Agnar Þorláksson annað mark KV og staðan 0-2. Luis Romero Jorge minnkaði síðan muninn fyrir Víking eftir tæpan hálftíma leik og…Lesa meira

true

Snæfell tapaði naumlega fyrir Þór Akureyri í fyrsta leik

Þór Akureyri og Snæfell mættust í úrslitakeppni 1. deildar í körfuknattleik kvenna á laugardaginn og fór leikurinn fram í höllinni á Akureyri. Var um að ræða fyrsta leik í einvíginu og þarf að ná þremur sigrum til að komast í úrslitaviðureign á móti Stjörnunni eða KR um eitt sæti í Subway deildinni á næstu leiktíð.…Lesa meira

true

Villikötturinn og Uppsteypa sigurvegarar kvöldsins

Þriðja mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram á miðvikudaginn. Staðan í liða- og einstaklingskeppninni er orðin verulega spennandi. Keppt var í gæðingalist en þar spinna keppendur saman æfingum og gangtegundum. Sigurvegari kvöldsins var Jakob Svavar Sigurðsson en hann var fenginn sem villiköttur fyrir lið Laxárholts. Sigurvegari í liðakeppninni var lið Uppsteypu sem átti þrjá…Lesa meira

true

Bogfimiæfingar hafnar á Reykhólum

Í Reykhólahreppi hefur undanfarið vaknað töluverður áhugi á bogfimi. Miðvikudaginn 15. mars síðastliðinn komu í heimsókn þau Guðmundur Guðjónsson og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested frá Bogfimisambandi Íslands og voru þau að kenna undirstöðuatriði í bogfimi og meðferð og umhirðan búnaðarins. Stefnan er að allir sem hafa áhuga á bogfimi geti mætt á vikulegar æfingar í greininni…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík vann ÍH í Lengjubikarnum

ÍH og Víkingur Ólafsvík áttust við í riðli 1 í B deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn í knattspyrnuhöllinni Skessunni í Hafnarfirði. Ein deild er á milli liðanna á Íslandsmótinu, Víkingur leikur í annarri deild í sumar en ÍH í þeirri þriðju. Guðbjörn Smári Birgisson kom Víkingi yfir á tíundu mínútu…Lesa meira

true

Snæfell tapaði með minnsta mun fyrir deildarmeisturunum

Stjarnan og Snæfell mættust í síðustu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik á þessu tímabili á laugardaginn og fór leikurinn fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Fyrir leik var ljóst að Stjarnan var deildarmeistari og að Snæfell myndi enda í þriðja sæti þannig að það var lítið undir í leiknum, nema stoltið. Leikurinn fór rólega af…Lesa meira

true

Keppt í tvígangi á götuleikum Dreyra

Hestamannafélagið Dreyri hélt götuleika númer tvö veturinn 2023 í gær. Keppt var tvígangi sem samanstendur af fegurðartölti og brokki. 18 keppendur voru skráðir til leiks og gekk keppni vel auk þess sem fjölmenni var á áhorfendapöllunum. Götumót Dreyra er stillt upp sem stigakeppni og skrá keppendur sig í lið eftir staðsetningu; efri,- neðri- eða sveitagatan.…Lesa meira

true

Skagamenn skelltu nýkrýndum deildarmeisturum

Álftanes og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin á Álftanesi. Eftir leik fengu heimamenn deildarmeistarabikarinn afhentan en á mánudaginn tryggðu þeir sér sæti í Subway deildinni með sigri á Skallagrími. Svo virtist sem Álftnesingar væru ekki alveg búnir að jafna sig eftir fagnaðarlætin í byrjun vikunnar því…Lesa meira

true

ÍA vann ÍH í Lengjubikarnum

ÍA og ÍH mættust í riðli 1 í C deild kvenna í Lengjubikarnum í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Það var hin unga og efnilega Sunna Rún Sigurðardóttir sem er fædd árið 2008 sem skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu. Hún fékk þá sendingu frá Selmu Dögg Þorsteinsdóttur á miðjum velli, sólaði tvo…Lesa meira