
Úr leik Víkings og KV á laugardaginn. Ljósm. af
Víkingur Ó. og Skallagrímur töpuðu í Lengjubikarnum
Víkingur Ólafsvík og KV áttust við í riðli 1 í B deild Lengjubikars karla á laugardaginn og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Askur Jóhannsson kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu og korteri seinna skoraði Agnar Þorláksson annað mark KV og staðan 0-2. Luis Romero Jorge minnkaði síðan muninn fyrir Víking eftir tæpan hálftíma leik og sjö mínútum síðar jafnaði Abdelhadi Khalok metin fyrir heimamenn. En tveimur mínútum síðar skoraði Freyr Þrastarson þriðja mark KV og staðan 2- 3 í hálfleik.