
Þjálfararnir ásamt þeim Guðmundi og Valgerði. Ljósm reykholar.is
Bogfimiæfingar hafnar á Reykhólum
Í Reykhólahreppi hefur undanfarið vaknað töluverður áhugi á bogfimi. Miðvikudaginn 15. mars síðastliðinn komu í heimsókn þau Guðmundur Guðjónsson og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested frá Bogfimisambandi Íslands og voru þau að kenna undirstöðuatriði í bogfimi og meðferð og umhirðan búnaðarins. Stefnan er að allir sem hafa áhuga á bogfimi geti mætt á vikulegar æfingar í greininni og er hugsað bæði fyrir börn og fullorðna.