Íþróttir
Skagamenn hafa lokið keppni á þessu tímabili. Ljósm. iakarfa.

ÍA vann Skallagrím í Vesturlandsslagnum

Nágrannaliðin ÍA og Skallagrímur mættust í sannkölluðum Vesturlandsslag í síðustu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á þessu tímabili á föstudagskvöldið og var leikurinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Leikurinn hafði kannski ekki mikla þýðingu fyrir stöðu liðanna í deildinni nema kannski upp á stoltið að gera og að geta haldið montréttinum fram á næsta haust. Það var góð mæting á Vesturgötuna og ljóst frá byrjun að liðin ætluðu ekki að gefa neitt eftir í þessum alræmda nágrannaslag. Eftir um fimm mínútna leik var staðan 9:8 ÍA í vil en við lok fyrsta leikhluta voru gestirnir úr Borgarnesi komnir með sex stiga forskot, 13:19. Skagamenn náðu þó fljótlega að jafna metin í öðrum leikhluta áður en Skallarnir náðu öðru góðu áhlaupi og staðan 24:32 um miðjan leikhluta. Þegar flautað var til hálfleiks voru fjögur stig á milli liðanna Skallagrími í vil, 34:38, og útlit fyrir áframhaldandi baráttu.

ÍA vann Skallagrím í Vesturlandsslagnum - Skessuhorn