Íþróttir
Jakob Svavar og Hrefna. Ljósm. iss.

Villikötturinn og Uppsteypa sigurvegarar kvöldsins

Þriðja mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram á miðvikudaginn. Staðan í liða- og einstaklingskeppninni er orðin verulega spennandi. Keppt var í gæðingalist en þar spinna keppendur saman æfingum og gangtegundum. Sigurvegari kvöldsins var Jakob Svavar Sigurðsson en hann var fenginn sem villiköttur fyrir lið Laxárholts. Sigurvegari í liðakeppninni var lið Uppsteypu sem átti þrjá keppendur í A úrslitum. Næsta mót verður svo á skírdag, 6. apríl, en þá verður keppt í fimmgangi.

Villikötturinn og Uppsteypa sigurvegarar kvöldsins - Skessuhorn