Íþróttir

true

Tveir ungir Borgfirðingar munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins

Borgfirski knapinn Þorgeir Ólafsson mun keppa á stóðhestinum Goðasteini frá Haukagili í Hvítársíðu á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram mun fara í Hollandi dagana 8.-13. ágúst næstkomandi. Landsliðshópurinn var formlega kynntur fyrir helgi. Þorgeir og Goðasteinn munu keppa í fimmgangi F1, tölti T1 og gæðingaskeiði PP1. Nítján þjóðir eiga fulltrúa á mótinu, en Borgfirðingurinn Máni…Lesa meira

true

Haukur Andri fylgir bróður sínum til Lille

Haukur Andri Haraldsson knattspyrnumaður í ÍA er genginn til liðs við Lille í Frakklandi og fylgir því bróður sínum Hákoni Arnari til félagsins, en hann var seldur til félagsins fyrr í vikunni frá FC Kaupmannahöfn fyrir hátt verð. Haukur Andri skrifaði undir samning við Lille til ársins 2026. Haukur, sem er 17 ára gamall, hóf…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík og Kári í 8-liða úrslit í fotbolta.net mótinu

Lið Víkings frá Ólafsvík og Kára frá Akranesi tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum í fótbolta.net mótinu. Víkingur sigraði Magna frá Grenivík 2:1 í leik sem fram fór nyrðra og Kári sigraði Elliða 4:1 í leik sem spilaður var í Árbænum. Þeir Kristófer Máni Atlason og Brynjar Vilhjálmsson komu Víkingi í 2:0 í…Lesa meira

true

Hákon Arnar á leið í franska boltann fyrir risaupphæð

Knattspyrnumaðurinn tvítugi, Hákon Arnar Haraldsson frá Akranesi, er samkvæmt dönskum og íslenskum fréttamiðlum á leið til franska knattspyrnufélagsins Lille frá FC Köbenhavn. Er fullyrt að franska félagið greiði sem nemur allt að 2,5 milljörðum íslenskra króna fyrir Skagamanninn. Hlutur Knattspyrnufélags ÍA af þessum félagaskiptum gætu numið nokkur hundruð milljónum króna samkvæmt samningi sem gerður var…Lesa meira

true

Sanngjarnt jafntefli á Skaganum

Eftir fimm sigurleiki í röð í Lengjudeildinni náði Vestri frá Ísafirði að stöðva sigurgöngu Skagamanna þegar liðin gerðu jafntefli 1:1 á Akranesvelli í gær. Leikurinn var lengst af frekar bragðdaufur og lítið um marktækifæri en hvort liðið fékk sitt hvort marktækifærið í fyrri hálfleik. Vestramenn fengu sitt færi um miðjan hálfleikinn en þá komst Vladimir…Lesa meira

true

Víkingar með öruggan sigur gegn Hetti/Huginn

Víkingur í Ólafsvík trónir nú á toppi 2. deildar eftir öruggan 3:0 sigur gegn Hetti/Huginn í Ólafsvík í gær. Eftir sigurinn er liðið nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Það voru tvö mörk með þriggja mínútna millibili um miðbik fyrri hálfleiks sem lögðu grunninn að öruggum sigri heimamanna í leiknum. Það var Björn…Lesa meira

true

Reynir fékk skell gegn Álafossi

Reynir frá Hellissandi fékk slæma útreið þegar liðið tapaði 8:1 gegn Álafossi í leik sem fram fór í Mosfellsbæ á laugardaginn. Eftir aðeins tveggja mínútna leik náðu heimamenn í Álafossi forystunni með marki Einars Björns Þorgrímssonar, en Úlfar Ingi Þrastarson jafnaði leikinn á 11. mínútu fyrir Reynismenn. Aðeins þremur mínútum síðar náði Einar Björn forystunni…Lesa meira

true

Frábær endurkomusigur hjá Kára – Hilmar Elís með þrennu

Knattspyrnulið Kára lék á alls oddi í síðari hálfleik þegar lið ÍH kom í heimsókn í Akraneshöllina í gærkvöldi. Gestirnir leiddu 0:1 í hálfleik en Káramenn gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fjögur mörk í síðari hálfleiknum og sigruði í leiknum 4:1.  Þar fór fremstur í flokki Hilmar Elís Hilmarsson sem skoraði þrennu í leiknum.…Lesa meira

true

Góður sigur hjá Skallagrími gegn Hamri

Skallagrímur vann góðan 3:1 sigur gegn Hamri frá Hveragerði í leik sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi í 4. deild karla í knattspyrnu. Með sigrinum náðu þeir að spyrna sér frá tveimur neðstu liðum deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum frá Hamri, sem er sæti ofar. Það var Hlöðver Már Pétursson sem náði forystunni…Lesa meira

true

Guðrún Karítas hálfum metra frá því að komast í úrslit

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir er ein þriggja keppenda á Evrópumeistaramótinu U23 ára sem fer fram í borginni Espoo í Finnlandi dagana 13.-16. júlí og keppir þar í sleggjukasti. Hinir eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) í 100 og 200 metra hlaupi og Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) sem einnig keppir í sleggjukasti. Elísabet tryggði sér sæti í úrslitum…Lesa meira