Íþróttir

true

Einar Margeir með góðan árangur á Evrópumeistaramóti unglinga

Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness keppti um síðustu helgi á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi, ásamt sex öðrum sundmönnum frá Íslandi. Mótið er mjög sterkt og allir bestu yngri sundmenn Evrópu mættir til leiks. Á mótinu kepptu 585 sundmenn frá 40 þjóðum. Einar Margeir ásamt Snorra Degi Einarssyni frá SH syntu sig inn í 16…Lesa meira

true

Dramatískt jafntefli hjá Kára á Grenivík

Lið Kára gerði 3:3 jafntefli þegar liðið heimsótti Magna til Grenivíkur á laugardag í 3. deildinni. Marteinn Theódórsson tryggði jafnteflið með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það voru heimamenn í Magna sem náðu forystunni á 12. mínútu leiksins þegar Kristófer Óskar Óskarsson skoraði úr vítaspyrnu. En Káramenn náðu af jafna metin á 28. mínútu með…Lesa meira

true

Þrenna frá Heimi Þór tryggði Reyni sigurinn

Reynir frá Hellisandi vann góðan 3:2 sigur gegn Breiðhyltingum í KB í A-riðli 5. deildar í leik sem fram fór á Ólafsvíkurvelli á laugardaginn. Það var Heimir Þór Ásgeirsson sem kom Reynismönnum yfir strax á 9. mínútu leiksins en Emil Örn Benediktsson náði svo að jafna leikinn fyrir Breiðhyltinga á 38. mínútu. Aðeins tveimur mínútum…Lesa meira

true

Skagakonur með stórsigur gegn Sindra

Skagakonur gerður góða ferð til Hornafjarðar á sunnudaginn og sigruðu þar botnlið Sindra örugglega 7:0. Róberta Lilja Ísólfsdóttir gaf tóninn strax á annarri mínútu leiksins þegar hún skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Skagakonur. Á 11. mínútu bætti Bryndís Rún Þórólfsdóttir öðru marki við og á 23. mínútu varð Telma Pais Bastos í liði Sindra fyrir…Lesa meira

true

Fimmti sigur Skagamanna í röð

Skagamenn lönduðu sínum fimmta sigri í röð þegar þeir lögðu lið Njarðvíkur að velli 2:1 á Akranesvelli á föstudagskvöldið. Skagamenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og strax á 7. mínútu átti Viktor Jónsson hörkuskot í þverslá eftir að varnarmaður Njarðvíkinga hafði áður bjargað á marklínu og boltinn barst síðan til Viktors. Eftir þetta voru heimamenn áfram…Lesa meira

true

Víkingur heldur toppsætinu þrátt fyrir markalaust jafntefli

Víkingur Ólafsvík gerði á föstudagskvöldið markalaust jafntefli gegn KV á KR vellinum í Frostaskjóli. Víkingar höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína en varð að sætta sig við eitt stig í Vesturbænum. Þrátt fyrir það er liðið enn á toppi 2. deildar með 23 stig, þremur stigum meira en KFA og KFG. Dalvík/Reynir er í fjórða…Lesa meira

true

Naumt tap hjá Skallagrími

Karlalið Skallagríms tapaði naumlega gegn knattspyrnufélaginu Hlíðarenda (KH), 2:3 í leik sem spilaður var á Borgarnesvelli í gærkvöldi. Fyrir leikinn var KH þremur stigum ofar í stigatöflunni en Skallagrímur var í áttunda sæti. Því var leikurinn mikilvægur báðum liðum til að spyrna sér úr botnbaráttunni. Gestirnir frá KH byrjuðu betur í leiknum og náðu forystunni…Lesa meira

true

Skagakonur hentu frá sér sigrinum á lokamínútunum

Það stefndi allt í öruggan sigur Skagakvenna, og þar með toppsætið í 2. deildinni, þegar Álftanes kom í heimsókn á Akranesvöll í gærkvöldi. Þegar komið var fram í uppbótartíma og Skagakonur leiddu í stöðunni 3:1 skoruðu gestirnir af Álftanesi tvívegis og náðu í óvænt stig og heimaliðið missti af tækifærinu að koma sér á topp…Lesa meira

true

Reynir tapaði stórt fyrir Úlfunum

Reynir Hellissandi og Úlfarnir léku á laugardaginn í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu á miðri Ólafsvíkurvöku og var leikurinn á gervigrasvellinum í Snæfellsbæ. Það var ljóst snemma í leiknum að heimamenn áttu við ofurefli að etja enda voru Úlfarnir í öðru sæti deildarinnar. Haukur Steinn Ragnarsson kom Úlfunum yfir eftir rúman korters leik…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir Árborg

Árborg og Skallagrímur áttust við í áttundu umferð 4. deildar karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Jáverk-vellinum á Selfossi. Skallagrímsmenn hófu leikinn af krafti, pressuðu heimamenn hátt uppi á vellinum en voru kannski aðeins of djarfir í byrjun. Aron Freyr Margeirsson kom Árborg yfir á 5. mínútu og síðan skoraði Kristinn Sölvi…Lesa meira