Íþróttir

Þrenna frá Heimi Þór tryggði Reyni sigurinn

Reynir frá Hellisandi vann góðan 3:2 sigur gegn Breiðhyltingum í KB í A-riðli 5. deildar í leik sem fram fór á Ólafsvíkurvelli á laugardaginn. Það var Heimir Þór Ásgeirsson sem kom Reynismönnum yfir strax á 9. mínútu leiksins en Emil Örn Benediktsson náði svo að jafna leikinn fyrir Breiðhyltinga á 38. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar náði Heimir Þór forystunnu að nýju fyrir Reynismenn. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fullkomnaði Heimir Þór síðan þrennu sína; staðan 3:1 í leikhléi.

Þrenna frá Heimi Þór tryggði Reyni sigurinn - Skessuhorn