
Kvennalið ÍA eins og það er kynnt á heimasíðu félagsins. Ljósm. KFÍA.
Skagakonur hentu frá sér sigrinum á lokamínútunum
Það stefndi allt í öruggan sigur Skagakvenna, og þar með toppsætið í 2. deildinni, þegar Álftanes kom í heimsókn á Akranesvöll í gærkvöldi. Þegar komið var fram í uppbótartíma og Skagakonur leiddu í stöðunni 3:1 skoruðu gestirnir af Álftanesi tvívegis og náðu í óvænt stig og heimaliðið missti af tækifærinu að koma sér á topp deildarinnar.