Íþróttir
Kvennalið ÍA eins og það er kynnt á heimasíðu félagsins. Ljósm. KFÍA.

Skagakonur með stórsigur gegn Sindra

Skagakonur gerður góða ferð til Hornafjarðar á sunnudaginn og sigruðu þar botnlið Sindra örugglega 7:0. Róberta Lilja Ísólfsdóttir gaf tóninn strax á annarri mínútu leiksins þegar hún skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Skagakonur. Á 11. mínútu bætti Bryndís Rún Þórólfsdóttir öðru marki við og á 23. mínútu varð Telma Pais Bastos í liði Sindra fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Staðan orðin 3:0 fyrir Skagakonur í leikhléi.

Skagakonur með stórsigur gegn Sindra - Skessuhorn