Íþróttir

Fimmti sigur Skagamanna í röð

Skagamenn lönduðu sínum fimmta sigri í röð þegar þeir lögðu lið Njarðvíkur að velli 2:1 á Akranesvelli á föstudagskvöldið. Skagamenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og strax á 7. mínútu átti Viktor Jónsson hörkuskot í þverslá eftir að varnarmaður Njarðvíkinga hafði áður bjargað á marklínu og boltinn barst síðan til Viktors. Eftir þetta voru heimamenn áfram líklegri og átti Johannes Vall skalla naumlega framhjá eftir góða fyrirgjöf frá Inga Þór Sigurðssyni og Indriði Már Þorláksson átti síðan skot sem einnig fór rétt framhjá markinu og varnarmaður Njarðvíkinga náði að komast fyrir skot Steinars Þorsteinssonar á síðustu stundu. Kenneth Hogg átti síðan góða tilraun fyrir Njarðvíkinga á 36. mínútu sem Árni Marinó í markinu varði vel.

Fimmti sigur Skagamanna í röð - Skessuhorn