Íþróttir

true

Víkingur hélt toppsætinu með þriðja sigrinum í röð

Víkingur Ólafsvík tók á móti Þrótti Vogum í toppslag í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Víkingur komst yfir í leiknum á 21. mínútu þegar Mikael Hrafn Helgason skoraði úr endurtekinni vítaspyrnu eftir að Þórhallur Ísak Guðmundsson markvörður Þróttar hafði varið fyrra vítið. Aðeins mínútu síðar tvöfaldaði Daði Kárason…Lesa meira

true

Skagamenn enn á sigurbraut eftir sigur á Þór

Fjórði sigurleikur ÍA í röð í Lengjudeild karla í knattspyrnu leit dagsins ljós í gærkvöldi þegar þeir unnu stórsigur á liði Þórs frá Akureyri á Norðurálsvelli á Akranesi. Skagamenn byrjuðu af miklum krafti og þá helst hægra megin þar sem Gísli Laxdal Unnarsson var sprækur og skapaði nokkur færi með hraða sínum sem ekki tókst…Lesa meira

true

Skagakonur unnu öruggan sigur á botnliði Smára

Smári og ÍA mættust í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á gervigrasvellinum við Fagralund í Kópavogi. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Auður Erla Gunnarsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Smára og Erna Björt Elíasdóttir bætti síðan við öðru marki fyrir ÍA á 35. mínútu…Lesa meira

true

Ólík svipbrigði Gunnars – myndasyrpa

Ein af þeim keppnisgreinum sem unnið hafa sér fastan sess á Landsmóti UMFÍ 50+ er stígvélakast. Mótið fór eins og kunnugt er fram í Stykkishólmi um Jónsmessuna og þóttist takast vel. Stígvélakastinu, upphitun og keppni, stýrði heimamaðurinn Gunnar Svanlaugsson; íþróttakennari, fyrrum skólastjóri, fararstjóri og altmúlíg maður. Gunnar á ekki í minnstu vandræðum með að láta…Lesa meira

true

Kári vann nauman en góðan sigur á Árbæ

Lið Kára og Árbæjar tókust á í 3. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi fyrir framan nánast fulla stúku í Akraneshöllinni. Fyrir leik sátu Káramenn í níunda sæti í deildinni með níu stig á meðan gestirnir úr Árbænum voru í 3. til 4. sæti með 17 stig ásamt Kormáki/Hvöt. Það var því ljóst að með…Lesa meira

true

Kristín sló Íslandsmet og hreppti brons og silfur á HM

Heimsmeistaramótið í klassískum lyftingum fór fram í St. Julians á Möltu síðastliðna helgi. Á mótinu kepptu þrír keppendur frá Íslandi en tveir þeirra eru Vestlendingar. Borgfirðingurinn Kristín Þórhallsdóttir hlaut silfurverðlaun á mótinu fyrir samanlagðan árangur í -84 kg flokki. Hún lyfti 210 kg í hnébeygju og hlaut brons í þeirri grein en einnig hreppti hún…Lesa meira

true

Víkingur Ó. tapaði á móti KFA fyrir austan

Knattspyrnufélag Austfjarða og Víkingur Ólafsvík tókust á í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu í gær og var viðureignin í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Zvonimir Blaic kom heimamönnum á bragðið á 17. mínútu og staðan í hálfleik 1-0 KFA í vil. Um miðjan seinni hálfleik fóru hlutirnir að gerast. Tvö rauð spjöld fóru á loft á…Lesa meira

true

Mikill hasar og dramatík í leik Kára og Kormáks/Hvatar

Kári og Kormákur/Hvöt áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn í Akraneshöllinni. Leikurinn fór fjörlega af stað, spennustigið var mjög hátt og þó nokkuð um pústra milli leikmanna liðanna. Káramenn vildu fá vítaspyrnu eftir um tíu mínútna leik þegar þeir töldu að það hefði verið brotið á Guðfinni Þór…Lesa meira

true

Yngstur í sögunni til að spila og skora fyrir ÍA

Knattspyrnumaðurinn Daniel Ingi Jóhannesson varð á föstudaginn yngsti leikmaður í sögu Knattspyrnufélags ÍA til að skora mark fyrir lið sitt. Hann er sömuleiðis yngsti leikmaður sögunnar til að spila fyrir félagið. Markið sem Daniel Ingi skoraði var gegn liði Ægis í Þorlákshöfn og var sömuleiðis eina mark leiksins og því sérlega mikilvægt. ÍA er nú…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði á móti Vængjum Júpíters

Vængir Júpíters og Skallagrímur mættust í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á rennblautum gervigrasvelli Fjölnis við Egilshöll. Heimamenn komust yfir í leiknum strax á 5. mínútu með marki Sigurðar Agnars Arnþórssonar og voru með yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn. Skallagrímsmenn voru heppnir að vera ekki tveimur til þremur mörkum undir…Lesa meira