Íþróttir

Ólík svipbrigði Gunnars – myndasyrpa

Ein af þeim keppnisgreinum sem unnið hafa sér fastan sess á Landsmóti UMFÍ 50+ er stígvélakast. Mótið fór eins og kunnugt er fram í Stykkishólmi um Jónsmessuna og þóttist takast vel. Stígvélakastinu, upphitun og keppni, stýrði heimamaðurinn Gunnar Svanlaugsson; íþróttakennari, fyrrum skólastjóri, fararstjóri og altmúlíg maður. Gunnar á ekki í minnstu vandræðum með að láta vel í sér heyra og stýrir af krafti hópum stórum sem smáum við ýmsa hreyfingu og skemmtan.

Ólík svipbrigði Gunnars - myndasyrpa - Skessuhorn