Íþróttir

Reynir fékk skell gegn Álafossi

Reynir frá Hellissandi fékk slæma útreið þegar liðið tapaði 8:1 gegn Álafossi í leik sem fram fór í Mosfellsbæ á laugardaginn. Eftir aðeins tveggja mínútna leik náðu heimamenn í Álafossi forystunni með marki Einars Björns Þorgrímssonar, en Úlfar Ingi Þrastarson jafnaði leikinn á 11. mínútu fyrir Reynismenn. Aðeins þremur mínútum síðar náði Einar Björn forystunni að nýju fyrir heimamenn með sínu öðru marki í leiknum, en skömmu fyrir lekhlé náði Sigurður Brouwer Flemmingsson að skora þriðja mark Álafoss og staðn 3:1 í leikhléi.

Reynir fékk skell gegn Álafossi - Skessuhorn