
Hákon Arnar á leið í franska boltann fyrir risaupphæð
Knattspyrnumaðurinn tvítugi, Hákon Arnar Haraldsson frá Akranesi, er samkvæmt dönskum og íslenskum fréttamiðlum á leið til franska knattspyrnufélagsins Lille frá FC Köbenhavn. Er fullyrt að franska félagið greiði sem nemur allt að 2,5 milljörðum íslenskra króna fyrir Skagamanninn. Hlutur Knattspyrnufélags ÍA af þessum félagaskiptum gætu numið nokkur hundruð milljónum króna samkvæmt samningi sem gerður var við FCK þegar hann fór frá ÍA til dönsku meistaranna fyrir fjórum árum síðan.