Íþróttir

Sanngjarnt jafntefli á Skaganum

Eftir fimm sigurleiki í röð í Lengjudeildinni náði Vestri frá Ísafirði að stöðva sigurgöngu Skagamanna þegar liðin gerðu jafntefli 1:1 á Akranesvelli í gær. Leikurinn var lengst af frekar bragðdaufur og lítið um marktækifæri en hvort liðið fékk sitt hvort marktækifærið í fyrri hálfleik. Vestramenn fengu sitt færi um miðjan hálfleikinn en þá komst Vladimir Tufegdzic gott marktækifæri inn í vítateig Skagamanna, en skaut naumlega framhjá markinu. Tíu mínútum síðar fékk Haukur Andri Haraldsson sendingu innfyrir vörn Vestra en Rafael Broetto markvörður þeirra náði að bjarga á síðustu stundu með góðu úthlaupi. Staðan því markalaus í leikhléi.

Sanngjarnt jafntefli á Skaganum - Skessuhorn