Íþróttir

true

Jonas Gemmer nýr liðsmaður ÍA

Danski knattspyrnumaðurinn Jonas Gemmer skrifaði um helgina undir samning við ÍA. Samningurinn gildir til loka sparktíðarinnar 2027. Jonas var án samnings en var þar til nýverið samningsbundinn Hvidovre í heimalandi sínu. Hann er 29 ára gamall og er lýst sem varnarsinnuðum miðjumanni. Hann hefur á ferli sínum leikið með ýmsum dönskum liðum og einnig lék…Lesa meira

true

Víkingar vann sinn leik en Kári tapaði

Liðsmenn Víkings í Ólafsvík héldu til Garðabæjar á laugardaginn þar sem þeir mættu liði KFG á Samsungvellinum í 12. umferð annarrar deildarinnar í knattspyrnu karla. Luis Romero Jorge fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu leiksins. Einum manni færri náði Víkingur samt forystu í leiknum á 44. mínútu með marki Ingvar Freys Þorsteinssonar. Luke…Lesa meira

true

Björg og Ásgeir handhafar Reynisbikaranna

Árlegt innanfélagsmót Félags eldri borgara á Akranesi í pútti fór fram á Garðavelli á mánudaginn. Keppendur voru 24 og keppt var um Reynisbikarana, sem Reynir Þorsteinsson læknir og mikill golfáhugamaður gaf félaginu árið 1997. Í kvennaflokki fór Björg Loftsdóttir með sigur af hólmi á 34 höggum. Í öðru sæti varð Sigfríður Geirdal á 35 höggum…Lesa meira

true

Marinó Ingi í þjálfarateymi ÍA

Sundfélag Akraness hefur ráðið Marinó Inga Adolfsson sem nýjan þjálfara til að efla og styrkja starfsemi félagsins. Marinó mun vinna að uppbyggingu og þjálfun yngri hópa í Bjarnalaug í samstarfi við Jill Syrstad, auk þess að þróa æfingar fyrir börn með sérþarfir. Hann mun jafnframt þjálfa hjá Sunddeild Skallagríms í Borgarnesi tvisvar í viku. „Marinó…Lesa meira

true

Tap hjá Vesturlandsliðunum í annarri deildinni

Lið Kára og Víkings Ólafsvík töpuðu bæði leikjum sínum í elleftu umferð annarrar deildarinnar í knattspyrnu karla um helgina. Lið Kára sótti lið Hauka heim á Birtu-völlinn í Hafnarfirði á föstudagskvöldið. Skemmst er frá því að segja að leikmenn Kára sáu aldrei til sólar í leiknum. Strax á 10. mínútu skoraði Fannar Óli Friðleifsson fyrsta…Lesa meira

true

Níu úthlutanir Hvatasjóðs íþróttahreyfingarinnar til Vesturlands

Á dögunum veitti Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar öðru sinni til þeirra verkefna og umsækjenda sem samræmast áhersluatriðum sjóðsins. Sjóðurinn er á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna, með áherslu á þátttöku barna með fötlun, barna af tekjulægri heimilum og barna með…Lesa meira

true

ÍA vermir áfram botnsætið eftir tap gegn Fram

Leikmenn ÍA sóttu ekki stig gegn Fram þegar liðin mættust í 14. umferð Bestu-deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í sumarblíðu Írskra daga á Jaðarsbökkum og áhorfendamet var slegið þegar 1.144 mættu til þess að fylgjast með leiknum. Leikurinn var leikur margra færa en aðeins eitt þeirra nýttist. Það voru leikmenn Fram sem skoruðu…Lesa meira

true

Ísland á leið heim af EM eftir leik við Noreg á fimmtudaginn

Eftir að úrslit í öðrum leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Sviss lágu fyrir í gærkvöldi, er ljóst að liðið á enga möguleika á að komast í átta liða úrslit á mótinu. Einn leikur er eftir á fimmtudaginn, á móti Noregi, en úrslitin skipta engu máli fyrir Ísland, annað en upp á stoltið.…Lesa meira

true

EuroBasket bikarinn kynntur í Kringlunni á morgun – laugardag

EuroBasket, eða EM í körfuknattleik karla 2025, fer fram í haust og munu íslensku strákarnir spila í Katowice í Póllandi. „EuroBasket bikarinn er nú á ferð um Evrópu í „trophy tour“ og stoppar hjá átta þjóðum af þeim 24 sem komast á mótið. Það verður í þeim fjórum þjóðum þar sem lokakeppnin fer fram ásamt…Lesa meira

true

Elizabeth Bueckers með þrennu í góðum sigri ÍA

Lið ÍA og Fylkis mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Fyrir leikinn sátu bæði lið við botninn með sex stig. Skemmst er frá því að segja að Elizabeth Bueckers og stöllur hennar í liði ÍA fóru mikinn strax í upphafi leiks. Elizabeth skoraði fyrsta markið á 17. mínútu og Erna Björt Elíasdóttir bætti…Lesa meira