
Víkingar vann sinn leik en Kári tapaði
Liðsmenn Víkings í Ólafsvík héldu til Garðabæjar á laugardaginn þar sem þeir mættu liði KFG á Samsungvellinum í 12. umferð annarrar deildarinnar í knattspyrnu karla. Luis Romero Jorge fékk að líta rauða spjaldið á 32. mínútu leiksins. Einum manni færri náði Víkingur samt forystu í leiknum á 44. mínútu með marki Ingvar Freys Þorsteinssonar. Luke Williams jók forskot Víkings með marki á 57. mínútu og við það sat. Góður sigur Víkinga því staðreynd.