Íþróttir

EuroBasket bikarinn kynntur í Kringlunni á morgun – laugardag

EuroBasket, eða EM í körfuknattleik karla 2025, fer fram í haust og munu íslensku strákarnir spila í Katowice í Póllandi. „EuroBasket bikarinn er nú á ferð um Evrópu í „trophy tour“ og stoppar hjá átta þjóðum af þeim 24 sem komast á mótið. Það verður í þeim fjórum þjóðum þar sem lokakeppnin fer fram ásamt þeim fjórum svokölluðum samstarfs þjóðum. Ísland og Pólland náðu samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og er Ísland því ein af þessum fjórum samstarfs þjóðum. EM bikarinn er kominn til landsins og mun fara á nokkra þekkta staði á Íslandi þar sem hann verður myndaður í íslenskri náttúru. Einnig mun bikarinn heimsæka eitt af þeim körfuboltanámskeiðum sem er í gangi þessa dagana. Rúmlega þúsund Íslendingar hafa nú þegar tryggt sér miða á leiki Íslands á mótinu," segir í tilkynningu frá KKÍ.

EuroBasket bikarinn kynntur í Kringlunni á morgun - laugardag - Skessuhorn