Íþróttir

true

Sterkt stig hjá Víkingi en óvænt tap Kára

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári spiluðu í þriðju umferð í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Víkingur fór í langferð austur en Kári lék á heimavelli í Akraneshöllinni. KFA og Víkingur mættust í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardaginn og seinkaði leiknum um hálftíma þar sem flugi gestanna var frestað um tvo tíma. Það kom…Lesa meira

true

Einar Margeir á leiðinni á Smáþjóðaleikana

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, hefur verið valinn til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Andorra dagana 26.–31. maí. Sundsamband Íslands valdi 20 sundmenn til keppni að þessu sinni. Liðið heldur utan á miðvikudaginn og mun æfa í Andorra fram að móti til að aðlagast hæðinni og þynnra lofti sem þar er.…Lesa meira

true

Skagakonur náðu í stig í Njarðvík

Grindavík/Njarðvík og ÍA mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á JBÓ vellinum í Njarðvík. Sólin lét sjá sig eins og víða annars staðar sem þýddi að völlurinn var frekar þurr en rokrassgat var meðan á leik stóð sem var alls ekki að gera mikið fyrir bæði lið. Eydís Arna Hallgrímsdóttir…Lesa meira

true

„Oft ótrúlega erfitt að lesa í þessa deild“

Rætt við Brynjar Kristmundsson þjálfara Víkings Ó um komandi tímabil Víkingur Ólafsvík varð í fjórða sæti í 2. deild karla í knattspyrnu á síðasta tímabili. Víkingur er á sínu fjórða ári í röð í 2. deild og þjálfari liðsins í sumar er Brynjar Kristmundsson eins og síðustu tvö árin þar á undan. Blaðamaður Skessuhorns heyrði…Lesa meira

true

Markmiðið er að vinna deildina

Rætt við Carlos Saavedra og Declan Redmond, spilandi þjálfara meistaraflokks karla hjá Skallagrími Skallagrímur í Borgarnesi spilar í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar en liðið féll úr deildinni fyrir ofan í fyrra. Á síðasta tímabili tóku þeir Carlos Saavedra og Declan Redmond við liðinu sem spilandi leikmenn liðsins og eru þeir nú á…Lesa meira

true

Dregið í fotbolti.net bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit fotbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deildarliða, á útvarpsstöðinni X-inu síðasta laugardag. Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin en Víðir vann fyrstu keppnina og Selfoss varð síðan meistari á síðasta ári eftir að hafa unnið KFA 3-1 á Laugardalsvelli. Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík taka þátt í mótinu og fengu…Lesa meira

true

Stemning á Skólamatarmótinu í sundi

Yngri iðkendur hjá Sundfélagi Akraness tóku þátt í Skólamatarmótinu sem fram fór í Keflavík um helgina. Þar var að vonum mikil stemning, fjör og gleði. „Fjölmargar bætingar náðust og krakkarnir sýndu glæsileg sund. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með góðri liðsheild og hvetjandi andrúmslofti á meðal hópsins hjá ÍA. Enn einn sundmaður bættist í…Lesa meira

true

Keppt í fjórum flokkum á Héðinsmótinu í bekkpressu

Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í íþróttahúsið í Ólafsvík á laugardaginn til þess að fylgjast með Héðinsmótinu í bekkpressu sem haldið er til minningar um Héðin Magnússon sjómann. Mótið er haldið af líkamsræktarstöðinni Sólarsporti. Alls voru 19 keppendur sem tóku þátt í þessu móti og voru þeir á aldrinum 14 til 49 ára. Keppt var…Lesa meira

true

Guðbjarni öflugur í sínu fyrsta landsliðsverkefni

Guðbjarni Sigþórsson sundmaður úr ÍA stóð sig vel í sínu fyrsta verkefni með landsliði Íslands í sundi, þegar hann keppti á Taastrup Open í Danmörku um helgina. Guðbjarni tryggði sér gullverðlaun í 50 metra skriðsundi á tímanum 24,13 sekúndur. Hann vann svo bronsverðlaun í 200 metra skriðsundi, þar sem hann synti á tímanum 1:59,45. Loks…Lesa meira

true

Góðir sigrar hjá Kára og Víkingi Ó. um helgina

Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík náðu í sína fyrstu sigra í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Víkingur Ó. er í 3.-4. sæti ásamt Haukum með fjögur stig og Kári og Kormákur/Hvöt eru í 5.-6. sæti með þrjú stig eftir tvær umferðir. Efstu tvö liðin eru KFA og Þróttur Vogum með sex stig og…Lesa meira