Íþróttir

true

Hrepptu gull á öldungamóti í blaki

Öldungamótið í blaki fór fram í Kópavogi fyrstu þrjá dagana í maí. Þar öttu kappi mörg virðulegustu blaklið landsins en mótið er ætlað heldri iðkendum eins og nafnið gefur til kynna. Af þveim voru þrjú kvennalið af Snæfellsnesi og tvö frá Akranesi. Liðin stóðu sig vel og var gleðin í fyrirrúmi þó að keppnisskapið hafi…Lesa meira

true

Skagakonur með góðan sigur á Aftureldingu

ÍA og Afturelding áttust við í 2. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var viðureignin í Akraneshöllinni að viðstöddum yfir tvö hundruð áhorfendum. Í fyrstu umferðinni töpuðu bæði lið 3-1 og voru því í leit að sínum fyrstu stigum í deildinni. Skagakonur mættu grimmar til leiks, leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi…Lesa meira

true

Mikið fjör á öldungamóti í blaki

Öldungamótið í blaki var haldið dagana 1.-4. maí í Kópavogi. Þar öttu kappi mörg virðulegustu blaklið landsins en mótið er ætlað heldri iðkendum eins og nafnið gefur til kynna. Þrjú kvennalið af Snæfellsnesi mættu til leiks; tvö frá Grundarfirði og eitt frá Snæfellsbæ. Liðin stóðu sig vel og var gleðin í fyrirrúmi þó að keppnisskapið…Lesa meira

true

„Alls enginn skrekkur í okkur“

Rætt við Andra Júlíusson um komandi tímabil hjá Kára í 2. deildinni Knattspyrnufélagið Kári leikur í 2. deild karla í ár en liðið fagnaði sigri í 3. deildinni á síðasta tímabili og komst þar með upp í 2. deild á ný eftir þriggja ára fjarveru. Aron Ýmir Pétursson var þjálfari liðsins í fyrra og honum…Lesa meira

true

Tap hjá Skagakonum í fyrsta leik

Fylkir og ÍA mættust í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var spilað á Tekk-vellinum í Árbænum. Aðstæður voru með besta móti, sólin skein og hitinn um ellefu gráður. Í árlegri spá þjálfara og fyrirliða liðanna í Lengjudeildinni fyrir tímabilið var Skagakonum spáð öðru sæti en liði Fylkis, sem féll úr Bestu…Lesa meira

true

Vestlendingar sópuðu að sér verðlaunum í Garpasundi

Opna Íslandsmótið í Garpasundi, þar sem sundfólk 25 ára og eldri tekur þátt, fór fram í Ásvallalaug um liðna helgi. Alls tóku tíu lið þátt, þar af þrjú frá Vesturlandi: Umf. Skallagrímur, Sundfélag Akraness og Umf. Snæfell. Árangur Vestlendinganna var eftirtektarverður og voru þeir fyrirferðamiklir á verðlaunapöllum og á sundlaugarbakkanum að þessu sinni. Vestlendingar náðu…Lesa meira

true

Tap hjá Kára en Víkingur náði í stig

Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík hófu leik í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Fyrir mótið fékk fotbolti.net alla þjálfarana í deildinni til að spá fyrir um gengi liðanna og var liði Kára spáð þriðja sætinu og Víkingi Ó. því sjötta. Gróttu og KFA var spáð beint upp á meðan Víði og Kormáki/Hvöt var…Lesa meira

true

Skagamenn unnu öruggan sigur á KA

ÍA og KA mættust í fimmtu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og var viðureignin á Elkem vellinum á Akranesi við ágætis aðstæður. Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerði tvær breytingar á liði sínu frá skellinum gegn KR. Guðfinnur Þór Leósson og Marko Vardic komu inn í liðið en Johannes Vall og Rúnar…Lesa meira

true

„Við erum virkilega sátt með hópinn sem við höfum“

Rætt við Skarphéðin Magnússon þjálfara kvennaliðs ÍA um komandi tímabil Kvennalið ÍA leikur í sumar annað árið í röð í Lengjudeildinni í knattspyrnu eftir að hafa endað í 5. sæti á síðasta tímabili og Skarphéðinn Magnússon er þjálfari liðsins eins og í fyrra. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í Skarphéðni í liðinni viku en fyrsti leikur ÍA…Lesa meira

true

Opnunarpartý á morgun í Ultraform á Akranesi

Á morgun, fimmtudaginn 1. maí, verður haldið opnunarpartý í æfingastöðinni Ultraform á Akranesi og stendur viðburðurinn frá klukkan 11 til 13. Tilefnið er að stöðin er að stækka um helming og mun hún verða um 350 fermetrar eftir stækkunina. Þá er einnig verið að bæta við saunu og köldum potti í húsnæðinu og ætti að…Lesa meira