Íþróttir

true

Faxaflóasund var þreytt í gær

Sundfólk í Sundfélagi Akraness synti í gær árlegt Faxaflósund við Langasand. Um áheitasund er að ræða til styrktar sundfélaginu. Synt var 21 kílómetra leið meðfram Langasandi í ágætu veðri. Hver sundmaður synti í um 30 mínútur í sjónum, sem samsvarar um tveggja til tveggja og hálfs kílómeters sundi. Að endingu var slakað á í heita…Lesa meira

true

Sigur í lokaleik fyrri hluta mótsins

Karlalið ÍA tók síðdegis í dag á móti Aftureldingu í sínum síðasta leik í fyrri hluta Bestu deildarinnar. Var þetta viðureign botnliðanna. Gestirnir úr Mosfellsbæ byrjuðu leikinn betur og komust nálægt því að skora á upphafsmínútunum, ef ekki hefði komið til glæsilegar markvörslur Árna Marinós Einarssonar. Afturelding var sterkari aðilinn lengsta hluta fyrri hálfleiks en…Lesa meira

true

Stelpurnar í UMFG sigruðu í fyrsta leik

Blaktímabilið hófst sunnudaginn 14. september þegar kvennalið UMFG tók á móti b-liði HK í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Leikurinn var fyrsti leikurinn í fyrstu deild kvenna þetta tímabilið og mættu heimakonur í UMFG ákveðnar til leiks. Þær höfðu töluverða yfirburði í fyrstu hrinunni og sigruðu hana 25-13 og komust í 1-0. Svipað var uppi á teningnum…Lesa meira

true

Fjölmennasta púttmót landsins haldið í Borgarnesi

Púttvöllurinn að Hamri var troðfullur af fólki fimmtudaginn 11. september. Þá fór fram fimmta September-púttmótið sem er árlegt mót fyrir eldri púttara. Að mótinu stóðu þeir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen. Mótið nýtur vinsælda enda eina mótið sem skift er í aldursflokka. Alls mættu til leiks 76 eldri borgarar frá Suðurnesjum, Akranesi, Hvammstanga og Garðabæ,…Lesa meira

true

Náði ekki sínum besta árangri á HM í frjálsum

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frjálsíþróttakona úr Borgarfirði keppti klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma í undankeppni sleggjukasts á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tókíó í Japan. Þetta var hennar frumraun á heimsmeistaramóti en hún setti eins og kunnugt er Íslandsmet í sleggjukasti í ágúst þegar hún kastaði 71,38 metra. Guðrún var í…Lesa meira

true

Sigur Káramanna og sæti í deildinni að ári

Lokaumferðin í annarri deild karla í knattspyrnu var spiluð í dag. Knattspyrnufélagið Kári tók á móti Haukum í Akraneshöllinni og áttu eftir góðum sigur í síðasta leik möguleika á að verja stöðu sína í deildinni. Skemmst er frá því að segja að það tókst. Heimamenn báru sigur úr býtum með tveimur mörkum Finnboga Laxdal Aðalgeirssonar…Lesa meira

true

Mikilvægur sigur Skagamanna

Lið ÍA í Bestu deild karla í fótbolta tók á móti Breiðabliki á Elkem vellinum í gær. Fyrirfram var búist við hörkuleik ekki síst í ljósi þröngrar stöðu Skagaliðsins í deildinni. Það var í raun nú eða aldrei ætlaði liðið að eygja möguleika á að halda velli í deildinni. Skemmst er frá því að segja…Lesa meira

true

Káramenn unnu Vesturlandsslaginn og fjarlægðust fallsætið

Það var að duga eða drepast fyrir Kára frá Akranesi í leik gegn Víkingi í Ólafsvík í gær í annarri deildinni í fótbolta. Gengi Kára hefur verið dapurt að undanförnu en úrslitin féllu þeim í vil í gær og góður 4-2 endurkomusigur Skagaliðsins staðreynd. Það var Kwame Quee sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víking…Lesa meira

true

Klifurfélagið tekur nýjan klifurvegg í notkun – opið hús síðdegis á morgun

Allt frá árinu 2018 hefur Klifurfélag ÍA verið með klifurvegg á Smiðjuvöllum á Akranesi en félagið er nú að koma sér fyrir í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Starfsemin á Smiðjuvöllum hefur gengið vel en staðsetningin var ekki talin nógu örugg þar sem um iðnarsvæði var að ræða og þar af leiðandi hættulegt börnum sem fara þurftu…Lesa meira