Íþróttir
Tvenna frá Ómari Birni Stefánssyni gerði herslumuninn fyrir Skagaliðið. Ljósm. fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð.

Sigur í lokaleik fyrri hluta mótsins

Karlalið ÍA tók síðdegis í dag á móti Aftureldingu í sínum síðasta leik í fyrri hluta Bestu deildarinnar. Var þetta viðureign botnliðanna. Gestirnir úr Mosfellsbæ byrjuðu leikinn betur og komust nálægt því að skora á upphafsmínútunum, ef ekki hefði komið til glæsilegar markvörslur Árna Marinós Einarssonar. Afturelding var sterkari aðilinn lengsta hluta fyrri hálfleiks en Skagamenn byrjuðu að láta til sín taka þegar hálftími var liðinn af leik. Þeir klúðruðu nokkrum frábærum færum áður en Ómar Björn Stefánsson kom boltanum í netið eftir hornspyrnu á 39. mínútu. Afturelding reyndi að svara fyrir sig en tilraunir þeirra báru ekki árangur. Þess í stað tvöfaldaði Viktor Jónsson forystu heimamanna í upphafi síðari hálfleiks, með skalla eftir aukaspyrnu langt utan af velli.