Íþróttir

true

Golfklúbburinn Leynir fékk silfur á Íslandsmóti 65 ára og eldri

Í gær lauk tveggja daga Íslandsmóti karla í golfi í flokki 65 ára og eldri í 2. deild. Keppt var í Hveragerði. Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi sendi öflugt lið til leiks sem skipað var þeim Birni Þórhallssyni, Halldóri B. Hallgrímssyni, Matthíasi Þorsteinssyni, Þórði Elíassyni, sem einnig var liðsstjóri, Sigurði Grétari Davíðssyni og Hinriki Á. Bóassyni.…Lesa meira

true

Hjólað var um Borgarfjörð í Greflinum

Grefilinn, hjólreiðakeppni á malarvegum og stígum, var haldin síðastliðinn laugardag. Hjólreiðadeild Breiðabliks heldur keppnina en þetta var í fjórða sinn sem hún fór fram. Hátt í 180 manns voru skráðir til leiks en keppt var í þremur vegalengdum; 200 km, 100 km og 45 km. Milt og gott verður var í Borgarfirði meðan keppnin fór…Lesa meira

true

Skagamenn upp í fjórða sætið eftir sigur á Fram

Eftir þrjá sigurleiki gegn KA, KR og Val og jafntefli á móti Breiðablik í júní byrjuðu Skagamenn júlímánuð á 8-0 sigri gegn HK. En í síðustu fjórum leikjum hefur uppskeran verið rýr, tvö töp og tvö jafntefli og aðeins tvö stig í hús. Í gærkvöldi mættu Skagamenn liði Fram sem voru einu stigi ofar en…Lesa meira

true

Skallagrímur vann góðan sigur á KH

KH og Skallagrímur mættust á laugardaginn í 14. umferð fjórðu deildar karla í knattspyrnu og var viðureignin á Valsvellinum við Hlíðarenda. Það var að duga eða drepast fyrir gestina því fyrir leik voru þeir næstneðstir og sex stigum frá öruggu sæti. Eftir 10-1 sigur á RB í lok júní hafði Skallagrímur spilað sex leiki þar…Lesa meira

true

Stórtap hjá Reyni gegn Uppsveitum

Reynir Hellissandi hefur ekki átt góðu gengi að fagna í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í sumar. Reynir hefur spilað 14 leiki af 16 og hefur aðeins unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað tíu og markatalan er 14:64. Eini sigurleikur liðsins kom í lok júní gegn Afríku sem er enn án…Lesa meira

true

Héldu stórt riffilmót í Kolgrafafirði

Um síðustu helgi hélt Skotfélag Snæfellsness eitt stærsta riffilmót sem haldið hefur verið hér á landi. Fór það fram á svæði félagsins í Kolgrafafirði. Að sögn Arnars Diego Ævarssonar, formanns skotfélagsins, nefndist mótið „Fossbúinn Challenge-PRS Match“. „Þetta gekk vel og við ætlum að reyna að gera þetta að árlegu móti og fá til okkar fleiri…Lesa meira

true

Kári í toppsætinu eftir fjórða sigurinn í röð

Lið Kára frá Akranesi hefur farið mikinn síðustu vikurnar í þriðju deild karla í knattspyrnu. Frá því í byrjun júlí hafa þeir unnið sex leiki af sjö og gert eitt jafntefli og eru nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Markatalan í þessum sjö leikjum er 21-3 og þeir…Lesa meira

true

Víkingur með nauman sigur á botnliðinu

Eftir tvo tapleiki í röð náði Víkingur Ólafsvík loks sigri í 2. deild karla í knattspyrnu þegar botnlið Reynis frá Sandgerði kom í heimsókn á Ólafsvíkurvöllinn á laugardaginn. Í síðustu umferð vann Reynir óvæntan sigur á KFA, 3-1, en fyrir þann leik hafði Reynir aðeins náð einum sigri í síðustu sjö leikjum. Heimamenn í Víkingi…Lesa meira

true

Hulda og Tómas sigruðu í Hvaleyrarbikarnum

Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigruðu í Hvaleyrarbikarnum sem lauk í Hafnarfirði í gær. Mótið var lokamótið á stigamótaröð GSÍ á þessu ári. Hulda Clara setti þar punktinn yfir i-ið á glæsilegu sumri hjá henni hér heima því hún varð einnig Íslandsmeistari í síðasta mánuði…Lesa meira

true

Flemming-pútt mótið var haldið á Hvammstanga

Föstudaginn 26. Júlí, á héraðshátíð Vestur-Húnvetninga – Eldur í Húnaþingi, fór fram í fjórtánda sinn púttmót sem undirritaður hefur staðið að með hjálp góðra vina á Hvammstanga frá 2011. Aðstaða til keppni var sæmileg, smá rekja og völlur nokkuð loðinn, en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Að þessu sinni var þátttaka lítil, en…Lesa meira