Íþróttir
Gömlu kempurnar voru ánægðir með silfrið. Ljósm. Leynir

Golfklúbburinn Leynir fékk silfur á Íslandsmóti 65 ára og eldri

Í gær lauk tveggja daga Íslandsmóti karla í golfi í flokki 65 ára og eldri í 2. deild. Keppt var í Hveragerði. Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi sendi öflugt lið til leiks sem skipað var þeim Birni Þórhallssyni, Halldóri B. Hallgrímssyni, Matthíasi Þorsteinssyni, Þórði Elíassyni, sem einnig var liðsstjóri, Sigurði Grétari Davíðssyni og Hinriki Á. Bóassyni.

Golfklúbburinn Leynir fékk silfur á Íslandsmóti 65 ára og eldri - Skessuhorn