
Skallagrímsmenn eru í erfiðum málum. Ljósm. Elvar Atli Guðmundsson
Skallagrímur vann góðan sigur á KH
KH og Skallagrímur mættust á laugardaginn í 14. umferð fjórðu deildar karla í knattspyrnu og var viðureignin á Valsvellinum við Hlíðarenda. Það var að duga eða drepast fyrir gestina því fyrir leik voru þeir næstneðstir og sex stigum frá öruggu sæti. Eftir 10-1 sigur á RB í lok júní hafði Skallagrímur spilað sex leiki þar sem þeir töpuðu fimm og gerðu eitt jafntefli og því kominn tími á að breyta hlutunum til betri vegar.