
Sigurvegarar ásamt mótsstjóra. Ljósm. aðsend
Flemming-pútt mótið var haldið á Hvammstanga
Föstudaginn 26. Júlí, á héraðshátíð Vestur-Húnvetninga – Eldur í Húnaþingi, fór fram í fjórtánda sinn púttmót sem undirritaður hefur staðið að með hjálp góðra vina á Hvammstanga frá 2011. Aðstaða til keppni var sæmileg, smá rekja og völlur nokkuð loðinn, en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Að þessu sinni var þátttaka lítil, en þeir sem mættu skemmtu sér vel í leiknum og nutu smá hressinga sem í boði voru. Leiknar voru 2 x 18 holur, alls 36. Skemmtilegur völlur á góðum stað, en sem krefst meiri umhirðu – sláttur, trjábeð – Stjórnendur Húnaþings-vestra: Leggið metnað í þennan sem aðra gróðurpletti í sveitarfélaginu.