Íþróttir
Keppendur á mótinu hjóla hér vestur Reykholtsdal. Ljósm. Grefillinn/ Magnús S Sigurðsson

Hjólað var um Borgarfjörð í Greflinum

Grefilinn, hjólreiðakeppni á malarvegum og stígum, var haldin síðastliðinn laugardag. Hjólreiðadeild Breiðabliks heldur keppnina en þetta var í fjórða sinn sem hún fór fram. Hátt í 180 manns voru skráðir til leiks en keppt var í þremur vegalengdum; 200 km, 100 km og 45 km. Milt og gott verður var í Borgarfirði meðan keppnin fór fram.

Hjólað var um Borgarfjörð í Greflinum - Skessuhorn