
Reynismenn taka lífinu létt enda á það að vera þannig. Ljósm. tfk
Stórtap hjá Reyni gegn Uppsveitum
Reynir Hellissandi hefur ekki átt góðu gengi að fagna í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í sumar. Reynir hefur spilað 14 leiki af 16 og hefur aðeins unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað tíu og markatalan er 14:64. Eini sigurleikur liðsins kom í lok júní gegn Afríku sem er enn án stiga og með markatöluna 7:82. Afríka skoraði sex mörk í fyrra og fékk á sig alls 119 mörk á meðan Reynir var með markatöluna 22:89. Þessi lið mætast einmitt í síðustu umferð riðilsins og það verður eflaust fróðlegt að sjá þá viðureign í lokaumferðinni.