Íþróttir
Byrjunarlið Kára gegn KFK. Ljósm. Kári

Kári í toppsætinu eftir fjórða sigurinn í röð

Lið Kára frá Akranesi hefur farið mikinn síðustu vikurnar í þriðju deild karla í knattspyrnu. Frá því í byrjun júlí hafa þeir unnið sex leiki af sjö og gert eitt jafntefli og eru nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Markatalan í þessum sjö leikjum er 21-3 og þeir hafa haldið hreinu í síðustu fjórum leikjum og skorað í þeim alls tólf mörk.

Kári í toppsætinu eftir fjórða sigurinn í röð - Skessuhorn