Íþróttir

true

Héldu stórt riffilmót í Kolgrafafirði

Um síðustu helgi hélt Skotfélag Snæfellsness eitt stærsta riffilmót sem haldið hefur verið hér á landi. Fór það fram á svæði félagsins í Kolgrafafirði. Að sögn Arnars Diego Ævarssonar, formanns skotfélagsins, nefndist mótið „Fossbúinn Challenge-PRS Match“. „Þetta gekk vel og við ætlum að reyna að gera þetta að árlegu móti og fá til okkar fleiri…Lesa meira

true

Kári í toppsætinu eftir fjórða sigurinn í röð

Lið Kára frá Akranesi hefur farið mikinn síðustu vikurnar í þriðju deild karla í knattspyrnu. Frá því í byrjun júlí hafa þeir unnið sex leiki af sjö og gert eitt jafntefli og eru nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Markatalan í þessum sjö leikjum er 21-3 og þeir…Lesa meira

true

Víkingur með nauman sigur á botnliðinu

Eftir tvo tapleiki í röð náði Víkingur Ólafsvík loks sigri í 2. deild karla í knattspyrnu þegar botnlið Reynis frá Sandgerði kom í heimsókn á Ólafsvíkurvöllinn á laugardaginn. Í síðustu umferð vann Reynir óvæntan sigur á KFA, 3-1, en fyrir þann leik hafði Reynir aðeins náð einum sigri í síðustu sjö leikjum. Heimamenn í Víkingi…Lesa meira

true

Hulda og Tómas sigruðu í Hvaleyrarbikarnum

Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigruðu í Hvaleyrarbikarnum sem lauk í Hafnarfirði í gær. Mótið var lokamótið á stigamótaröð GSÍ á þessu ári. Hulda Clara setti þar punktinn yfir i-ið á glæsilegu sumri hjá henni hér heima því hún varð einnig Íslandsmeistari í síðasta mánuði…Lesa meira

true

Flemming-pútt mótið var haldið á Hvammstanga

Föstudaginn 26. Júlí, á héraðshátíð Vestur-Húnvetninga – Eldur í Húnaþingi, fór fram í fjórtánda sinn púttmót sem undirritaður hefur staðið að með hjálp góðra vina á Hvammstanga frá 2011. Aðstaða til keppni var sæmileg, smá rekja og völlur nokkuð loðinn, en þátttakendur létu það ekki á sig fá. Að þessu sinni var þátttaka lítil, en…Lesa meira

true

Skagakonur komnar í toppbaráttuna eftir sigur á ÍR

Meistaraflokkur kvenna hjá ÍA gerði góða ferð á ÍR-völlinn í gærkvöldi og sigruðu þær heimakonur 3:2. Með sigrinum eru þær nú í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, jafn mörg stig og ÍBV og Grótta sem eru í öðru og þriðja sætinu. En þessi lið eiga leik inni á Skagakonur, en það eru tvö lið…Lesa meira

true

Erika Mjöll í öðru sæti í keppni um sterkastu konu Íslands

Keppnin Sterkasta kona Íslands var haldin á Akureyri laugardaginn 3. ágúst. Í ár var það Ragnheiður Ósk Jónasdóttir sem bar sigur úr býtum í keppninni en hún setti til dæmis nýtt Íslandsmet í réttstöðulyftu þegar hún lyfti 245 kg. Keppt var í sex greinum en ásamt réttstöðulyftu var keppt í Dinnie steinahaldi, rammaburði og uxagöngu,…Lesa meira

true

Vestri og ÍA skildu jöfn á Ísafirði

Skagamenn léku gegn Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á Ísafirði í gær og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Úrslitin verða að teljast sanngjörn því bæði lið fengu góð marktækifæri í leiknum sem þeim ekki tókst að nýta. Liðin sóttu á víxl í byrjun leiks án þess að skapa sér afgerandi færi. Það var…Lesa meira

true

Skagamenn hafa bætt við sig leikmönnum

Bæði karla- og kvennalið ÍA hafa bætt við sig leikmönnum fyrir lokaátökin í Bestudeild karla og í Lengjudeild kvenna. Stærstu tíðindin voru þau að Haukur Andri Haraldsson kom að láni frá franska liðinu Lille og gildir lánstíminn út júní 2025. Haukur gekk til liðs við franska liðið frá ÍA fyrir um ári síðan. Það er…Lesa meira

true

Kári úr leik í bikarnum

Káramenn féllu úr leik í átta liða úrslitum í fótbolta.net bikarkeppninni í gærkvöldi þegar þeir töpuðu gegn Tindastóli 1:2 í framlengdum leik á Sauðárkróki. Fyrir leikinn töldust Káramenn sigurstranglegri þar sem sem liðið er í efsta sæti 3. deildar, en Tindastóll leikur í deild neðar. Káramenn byrjuðu leikinn vel og náði Þór Llorens Þórðarson forystunni…Lesa meira