Íþróttir
Íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum. Ljósm. mm

Skagamenn hafa bætt við sig leikmönnum

Bæði karla- og kvennalið ÍA hafa bætt við sig leikmönnum fyrir lokaátökin í Bestudeild karla og í Lengjudeild kvenna. Stærstu tíðindin voru þau að Haukur Andri Haraldsson kom að láni frá franska liðinu Lille og gildir lánstíminn út júní 2025. Haukur gekk til liðs við franska liðið frá ÍA fyrir um ári síðan. Það er fengur fyrir Skagamenn að fá Hauk Andra aftur til liðs við félagið en um leið mun hann öðlast leikreynslu sem gæti nýst franska liðinu til framtíðar, en Haukur Andri skrifaði undir nýjan samning við Lille áður en hann kom aftur á Skagann.

Skagamenn hafa bætt við sig leikmönnum - Skessuhorn