Íþróttir
Erla Karitas Jóhannesdóttir var gríðarlega öflug, skoraði þrennu í leiknum og tryggði sigur Skagakvenna. Ljósm. úr safni/ vaks

Skagakonur komnar í toppbaráttuna eftir sigur á ÍR

Meistaraflokkur kvenna hjá ÍA gerði góða ferð á ÍR-völlinn í gærkvöldi og sigruðu þær heimakonur 3:2. Með sigrinum eru þær nú í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, jafn mörg stig og ÍBV og Grótta sem eru í öðru og þriðja sætinu. En þessi lið eiga leik inni á Skagakonur, en það eru tvö lið sem fara upp í Bestu deildina. Austfjarðaliðið FHL er nánast öruggt upp í Bestu deildina, er nú með tólf stiga forskot á liðið í öðru sæti og baráttan getur því orðið hörð um annað sætið.

Skagakonur komnar í toppbaráttuna eftir sigur á ÍR - Skessuhorn