Íþróttir

true

Gott mót hjá Einari Margeiri í Serbíu

Einar Margeir Ágústsson sundmaður úr SA gerði góða ferð ásamt öðrum keppendum á Evrópumeistaramótið í sundi sem fram fór í Serbíu dagana 17.-23. júní. Keppt var í 50 metra útilaug og var hitinn um 30-36 gráður flesta dagana. Einar Margeir gerði sér lítið fyrir og bætti sig í öllum þremur sundum sínum og bætti Akranesmetið…Lesa meira

true

Ísak Birkir keppir á HM U21 í keilu

Dagana 7.-18. júlí fer fram heimsmeistaramót í keilu fyrir leikmenn 21 árs og yngri. Þetta mót er haldið í 17. skipti en það var síðast í Helsingborg í Svíþjóð árið 2022. Íslenska landsliðið hefur átt góðu gengi að fagna á þessu móti en árið 2008 voru þeir Hafþór Harðarson og Róbert Dan Sigurðsson sem stóðu…Lesa meira

true

Fjör og dramatík í lokin hjá Reyni og Uppsveitum

Á laugardaginn áttust Reynir Hellissandi og Uppsveitir við í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu og var viðureignin á Ólafsvíkurvelli. Eftir þrjá tapleiki í röð voru Reynismenn staðráðnir í því að koma sér á sigurbraut á ný en lið Uppsveita var með tvo sigra og þrjú töp á ferilsskránni. Fyrri hálfleikur var frekar rólegur…Lesa meira

true

Skagakonur máttu þola tap á móti HK

Síðasta föstudagskvöld mættust lið ÍA og HK í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu og var leikurinn í Akraneshöllinni. Fyrir leik var ÍA með níu stig og HK átta og því mikilvægur leikur fyrir liðin að færa sig enn ofar í töflunni. Skagakonur byrjuðu betur í leiknum og uppskáru mark á 8. mínútu þegar Juliana Marie Paoletti…Lesa meira

true

Frábær byrjun hjá Einari Margeiri í morgun

Sundmaðurinn Einar Margeir Ásgeirsson frá Sundfélagi Akraness gerði sér lítið fyrir í morgun og bætti sig um rúmlega sekúndu og synti á tímanum 1.02:39 í 100 m bringusundi á EM sem fram fer í Belgrad í Serbíu. Kom hann fyrstur í mark í sínum riðli. Einar var mjög sáttur með sundið sitt og sagði frábært…Lesa meira

true

Komu heim með níu verðlaunapeninga af Sumarmóti SSÍ

Sumarmót Sundsambands Íslands fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Þar mætti besta sundfólk Íslands til keppni, en mótið er fyrir 14 ára og eldri. Sundfélag Akraness var með fimm keppendur sem allir syntu vel. Það voru þau Guðbjarni Sigþórsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Sunna Arnfinnsdóttir, Viktoria Emilia Orlita og Kajus Jatautas. Enrique Snær Llorens…Lesa meira

true

Þau fara fyrir Vesturland á Landsmót hestamanna 2024

Sameiginlega úrtaka vestlenskra hestamannafélaga fyrir Landsmót hestamanna, sem fram fer í Reykjavík dagana 1.-7. júlí, fór fram í Borgarnesi helgina 8. og 9. júni. Skráning í úrtöku var óvenju dræm að þessu sinni, en það fer eftir félagafjölda hvað hvert félag má senda marga fulltrúa í hvern flokk á landsmóti. Borgfirðingur má þannig senda fjóra,…Lesa meira

true

Víkingur vann sigur á KF og er enn án taps

Víkingur tók á móti botnliði KF í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var viðureignin á Ólafsvíkurvelli. Heimamenn gátu með sigri komist í 2. sæti deildarinnar og KF lyft sér af botninum. Víkingur hafði gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum en KF vann sinn fyrsta sigur gegn KFA í síðustu umferð sem komst…Lesa meira

true

Þrír tapleikir í röð hjá Skallagrími

Skallagrímur spilaði gegn liði Kríunnar á laugardaginn í leik í fjórðu deildinni í knattspyrnu en spilað var á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Leikmenn Kríu byrjuðu betur og náðu að spila lið Skallagríms oftar en ekki til vandræða. Leikurinn jafnaðist örlítið fyrir hálfleik og náðu Skallagrímsmenn að halda betur í boltann en mikið munaði um yfirvegun Elís…Lesa meira

true

Guðrún Karítas keppti á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti

Borgfirðingurinn Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í gærmorgun. Guðrún keppti í forkeppni í sleggjukasti en missti af úrslitasæti. Hún kastaði lengst 67,57 metra og hafnaði í 17. sæti á mótinu. Guðrún Karítas og Elísabet Rut Rúnarsdóttir kepptu í sleggjukasti fyrir Íslands hönd á mótinu en þær lentu í Róm á laugardag…Lesa meira