Íþróttir

Komu heim með níu verðlaunapeninga af Sumarmóti SSÍ

Sumarmót Sundsambands Íslands fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Þar mætti besta sundfólk Íslands til keppni, en mótið er fyrir 14 ára og eldri. Sundfélag Akraness var með fimm keppendur sem allir syntu vel. Það voru þau Guðbjarni Sigþórsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Sunna Arnfinnsdóttir, Viktoria Emilia Orlita og Kajus Jatautas. Enrique Snær Llorens þurfti því miður að draga sig út úr mótinu vegna veikinda.

Komu heim með níu verðlaunapeninga af Sumarmóti SSÍ - Skessuhorn