Íþróttir

true

Metabolic leikarnir fóru fram í annað sinn í Borgarnesi – Myndir

Síðastliðinn laugardag fóru fram Metabolic leikar í Borgarnesi en þetta er annað árið í röð sem leikarnir eru haldnir þar. Alls tóku 14 lið þátt, með tveimur keppendum í hverju liði, en þeir voru beðnir um að setja mikinn metnað í búninga þetta árið ásamt því að mæta tímanlega fyrir upphitun. Aðalmarkmið leikanna er að…Lesa meira

true

VIT-HIT leikarnir í sundi fóru fram um helgina

Það var mikið fjör í Jaðarsbakkalaug á Akranesi um helgina þar sem VIT-HIT leikarnir í 25 metra laug í sundi fóru fram. Alls mættu um 360 keppendur á mótið frá tólf félögum og gistu keppendur í Grundaskóla. Fjölmargir sjálfboðaliðar komu að verkefninu og stóðu sundfólk og foreldrar vaktina alla helgina sem dómarar, við riðlastjórn, í…Lesa meira

true

ÍA í leit að nýjum þjálfara

Körfuknattleiksþjálfarinn Nebosja Knezevic sem hefur þjálfað meistaraflokk ÍA undanfarin tvö ár hefur lokið samningi sínum og er á förum frá félaginu. Nebosja hefur einnig verið yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu og þjálfari hjá 8. flokki stúlkna og 7. flokki drengja. „Við þökkum Nebo fyrir sitt framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis í þeim…Lesa meira

true

Jöfnunarmark í blálokin hjá Víkingi

Reynir Sandgerði og Víkingur Ólafsvík tókust á í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var viðureignin á Brons vellinum í Sandgerði. Leikurinn hófst frekar brösuglega því eftir aðeins mínútu leik þurfti annar aðstoðardómarinn að yfirgefa völlinn eftir að hafa meiðst við störf á hliðarlínunni. Leikmenn gengu til búningsklefa og dvöldu þar í um…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði á síðustu spyrnu leiksins

Á föstudaginn tók Skallagrímur á móti KH, í fjórðu deild karla í knattspyrnu. Fyrir leik liðanna var KH með sex stig eftir fjórar umferðir en Skallagrímur með þrjú stig eftir þrjár umferðir. Nokkuð vantaði í leikmannahóp Skallagríms en nokkur eldri andlit sáust í leikmannahópnum. Declan Redmond var aftur kominn í hóp Skallagríms og einnig var…Lesa meira

true

Skagamenn komnir í efri hlutann eftir sigur á KA

KA og ÍA áttust við á laugardaginn í Bestu deild karla í knattspyrnu og var leikurinn á Greifavellinum á Akureyri. Það er óhætt að segja að það hafi verið fjör í fyrri hálfleik því öll fimm mörk leiksins voru skoruð í honum. Heimamenn komust yfir eftir tæpan stundarfjórðung þegar Bjarni Aðalsteinsson skaut föstu skoti á…Lesa meira

true

Björn Axel bjargvættur Ólsara

Víkingur Ólafsvík og Selfoss mættust í fjórðu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Leikurinn átti að vera á laugardaginn en var frestað vegna þess að hávaðarok var í Ólafsvík og aðstæður ekki alveg til þess fallnar að sparka í tuðru. Fyrir leik voru bæði lið taplaus í deildinni…Lesa meira

true

Skallagrímur steinlá á Grýluvelli

Leiknir voru þrír leikir í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Í Hveragerði tóku heimamenn í Hamri á móti Skallagrími en Borgnesingar náðu í sterkan sigur gegn KFS síðastliðinn þriðjudag. Lið Hamars náði jafntefli á heimavelli í síðustu umferð og var því búist við jöfnum leik. Annað kom þó á daginn. Vafalaust hafði áhrif…Lesa meira

true

UMFG fór í keppnisferð í Neskaupstað

Það voru hressir krakkar sem lögðu land undir fót síðasta föstudag er þeir stigu upp í rútu snemma morguns. Þá var ferðinni heitið alla leið í Neskaupstað þar sem Íslandsmótið í blaki fór fram. Keppt var allan laugardaginn og fyrri hluta sunnudags. U12 og U14 lið í UMFG lentu bæði í öðru sæti og hlutu…Lesa meira

true

Vafasamt víti réði úrslitum á Skaganum

ÍA og Víkingur Reykjavík áttust við í Bestu deild karla í knattspyrnu síðdegis á laugardaginn og var viðureignin á Elkem vellinum á Akranesi. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru alls ekki góðar, mikill vindur var og ekki hægt að bjóða upp á neinn samba fótbolta enda voru áhorfendur frekar fáir eða um 350. Fyrsta hálftímann gerðist lítið,…Lesa meira