Íþróttir
Björgvin Hafþór mættur á Grýluvöll. Ljósm: Knd. Skallagríms.

Skallagrímur steinlá á Grýluvelli

Leiknir voru þrír leikir í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Í Hveragerði tóku heimamenn í Hamri á móti Skallagrími en Borgnesingar náðu í sterkan sigur gegn KFS síðastliðinn þriðjudag. Lið Hamars náði jafntefli á heimavelli í síðustu umferð og var því búist við jöfnum leik. Annað kom þó á daginn. Vafalaust hafði áhrif að alls vantaði átta í leikmannahóp Skallagríms en mikill fjöldi þeirra er nú í útskriftarferðalögum, víða um heim.

Skallagrímur steinlá á Grýluvelli - Skessuhorn