
Björn Axel bjargaði stigi gegn Selfossi. Ljósm. af
Björn Axel bjargvættur Ólsara
Víkingur Ólafsvík og Selfoss mættust í fjórðu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Leikurinn átti að vera á laugardaginn en var frestað vegna þess að hávaðarok var í Ólafsvík og aðstæður ekki alveg til þess fallnar að sparka í tuðru. Fyrir leik voru bæði lið taplaus í deildinni og ljóst að með sigri gátu heimamenn náð toppsætinu.