
VIT-HIT leikarnir í sundi fóru fram um helgina
Það var mikið fjör í Jaðarsbakkalaug á Akranesi um helgina þar sem VIT-HIT leikarnir í 25 metra laug í sundi fóru fram. Alls mættu um 360 keppendur á mótið frá tólf félögum og gistu keppendur í Grundaskóla. Fjölmargir sjálfboðaliðar komu að verkefninu og stóðu sundfólk og foreldrar vaktina alla helgina sem dómarar, við riðlastjórn, í kaffisölu og ýmsu öðru.