
Lið Víkings hefur byrjað ágætlega og enn ekki tapað leik. Ljósm. af
Jöfnunarmark í blálokin hjá Víkingi
Reynir Sandgerði og Víkingur Ólafsvík tókust á í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var viðureignin á Brons vellinum í Sandgerði. Leikurinn hófst frekar brösuglega því eftir aðeins mínútu leik þurfti annar aðstoðardómarinn að yfirgefa völlinn eftir að hafa meiðst við störf á hliðarlínunni. Leikmenn gengu til búningsklefa og dvöldu þar í um það bil korter eða þar til nýr aðstoðardómari var kominn úr Keflavík. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og liðin að þreifa fyrir sér. Fyrsta mark leiksins kom á 36. mínútu þegar Moussa Sidibe kom heimamönnum yfir en skömmu síðar fékk Björn Axel Guðjónsson dauðafæri fyrir Víking sem hann náði ekki að nýta og staðan 1-0 í hálfleik fyrir Reyni.