Íþróttir
Keppendur hlaupa út í átt að minnisvarðanum um Brák. Ljósmyndir: hig

Metabolic leikarnir fóru fram í annað sinn í Borgarnesi – Myndir

Síðastliðinn laugardag fóru fram Metabolic leikar í Borgarnesi en þetta er annað árið í röð sem leikarnir eru haldnir þar. Alls tóku 14 lið þátt, með tveimur keppendum í hverju liði, en þeir voru beðnir um að setja mikinn metnað í búninga þetta árið ásamt því að mæta tímanlega fyrir upphitun. Aðalmarkmið leikanna er að fara út fyrir þægindarammann, takast á við krefjandi áskoranir sem reyna á þrautseigju og hafa gaman í leiðinni. Bros var á vörum keppenda alla leikana en margt stuðningsfólk mætti til að hvetja fólkið sitt áfram.

Metabolic leikarnir fóru fram í annað sinn í Borgarnesi - Myndir - Skessuhorn