Íþróttir
Skallagrímsvöllur. Ljósm. úr safni

Skallagrímur tapaði á síðustu spyrnu leiksins

Á föstudaginn tók Skallagrímur á móti KH, í fjórðu deild karla í knattspyrnu. Fyrir leik liðanna var KH með sex stig eftir fjórar umferðir en Skallagrímur með þrjú stig eftir þrjár umferðir. Nokkuð vantaði í leikmannahóp Skallagríms en nokkur eldri andlit sáust í leikmannahópnum. Declan Redmond var aftur kominn í hóp Skallagríms og einnig var hinn síungi Sölvi Gylfason á bekknum. KH menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að skora eftir tíu mínútna leik, úr föstu leikatriði sem hefur verið vandamál Skallagríms það sem af er móti. Eftir mark KH komst jafnvægi á leikinn og gengu liðin til búningsklefa í stöðunni 0-1 fyrir KH.

Skallagrímur tapaði á síðustu spyrnu leiksins - Skessuhorn