
Byrjunarlið ÍA gegn HK. Ljósm. kfía
Skagakonur máttu þola tap á móti HK
Síðasta föstudagskvöld mættust lið ÍA og HK í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu og var leikurinn í Akraneshöllinni. Fyrir leik var ÍA með níu stig og HK átta og því mikilvægur leikur fyrir liðin að færa sig enn ofar í töflunni. Skagakonur byrjuðu betur í leiknum og uppskáru mark á 8. mínútu þegar Juliana Marie Paoletti kom boltanum í netið en markið var dæmt af vegna bakhrindingar. Gestirnir komust síðan yfir á 22. mínútu með marki frá Brookelynn Paige Entz og á lokamínútu fyrri hálfleiks bætti Birna Jóhannsdóttir við öðru marki fyrir HK, staðan 0-2 í hálfleik.