
Björn Axel kom Víkingi á bragðið gegn KF. Hér í leik á móti Selfossi fyrr í sumar. Ljósm. af
Víkingur vann sigur á KF og er enn án taps
Víkingur tók á móti botnliði KF í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var viðureignin á Ólafsvíkurvelli. Heimamenn gátu með sigri komist í 2. sæti deildarinnar og KF lyft sér af botninum. Víkingur hafði gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum en KF vann sinn fyrsta sigur gegn KFA í síðustu umferð sem komst í fréttirnir vegna afar bágra vallaraðstæðna á Ólafsfjarðarvelli. Vallaraðstæður voru hins vegar með besta móti á gervigrasvellinum í Ólafsvík og hiti um og yfir sex gráður þegar leikurinn hófst.