
Gott mót hjá Einari Margeiri í Serbíu
Einar Margeir Ágústsson sundmaður úr SA gerði góða ferð ásamt öðrum keppendum á Evrópumeistaramótið í sundi sem fram fór í Serbíu dagana 17.-23. júní. Keppt var í 50 metra útilaug og var hitinn um 30-36 gráður flesta dagana. Einar Margeir gerði sér lítið fyrir og bætti sig í öllum þremur sundum sínum og bætti Akranesmetið í þeim öllum. Þetta var annað Evrópumeistaramót Einars Margeirs en það fyrsta í 50m laug. Hann var meðal yngstu keppenda á mótinu og horft til aldurs voru fáir sem sýndu betri árangur en hann.