
Alejandro Serralvo í leik með Skallagrími.
Þrír tapleikir í röð hjá Skallagrími
Skallagrímur spilaði gegn liði Kríunnar á laugardaginn í leik í fjórðu deildinni í knattspyrnu en spilað var á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Leikmenn Kríu byrjuðu betur og náðu að spila lið Skallagríms oftar en ekki til vandræða. Leikurinn jafnaðist örlítið fyrir hálfleik og náðu Skallagrímsmenn að halda betur í boltann en mikið munaði um yfirvegun Elís Gylfasonar á miðsvæðinu. Náði hann frábærum spretti sem endaði með sendingu á Alejandro Serralvo sem kom Skallagrími yfir þegar komið var yfir uppbótartíma í fyrri hálfleik. Staðan 0-1 fyrir Skallagrím í hálfleik.