Íþróttir
Ísak Birkir er á leiðinni á HM í keilu. Ljósm. úr safni

Ísak Birkir keppir á HM U21 í keilu

Dagana 7.-18. júlí fer fram heimsmeistaramót í keilu fyrir leikmenn 21 árs og yngri. Þetta mót er haldið í 17. skipti en það var síðast í Helsingborg í Svíþjóð árið 2022. Íslenska landsliðið hefur átt góðu gengi að fagna á þessu móti en árið 2008 voru þeir Hafþór Harðarson og Róbert Dan Sigurðsson sem stóðu á verðlaunapalli og tóku við bronsverðlaunum í Orlando. Svo var það núna síðast í Helsingborg fyrir tveimur árum sem íslensku strákarnir komu sér áfram í 16 liða úrslit í liðakeppninni í svokölluðu baker-sniði sem var nýjung á því ári og enduðu þeir í 12. sæti.

Ísak Birkir keppir á HM U21 í keilu - Skessuhorn