Íþróttir

true

Árni Marinó framlengir við ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur skrifað undir þriggja ára samning við markvörðinn Árna Marinó Einarsson. Hann hefur verið hluti af liðinu allar götur frá 2018 en uppeldisfélagið var Afturelding. Árni Marinó á að baki 77 deildarleiki, þar af 50 í efstu deild, og hefur verið aðalmarkvörður undanfarin tvö ár. „Það gleður okkur að tilkynna það að markvörðurinn…Lesa meira

true

Kristín er nýr formaður Kraftlyftingafélags ÍA

Aðalfundur Kraftlyftingafélags ÍA var haldin í vikunni og fóru þar fram kosningar nýrrar forystu. Einar Örn Guðnason steig niður sem formaður félagsins og Kristín Þórhallsdóttir tók við keflinu. Kristín hefur keppt undir merkjum ÍA í mörg ár og hefur þrívegis verið kjörin Íþróttamaður Akraness, eða árin 2020-2022.Lesa meira

true

Með fimmtíu stig fyrir Skallagrím gegn Breiðabliki

Skallagrímur úr Borgarnesi heimsótti Breiðablik í 20. umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Skallagrímur var fyrir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með átta stig en Breiðablik í 7. sæti með 16 stig. Mikið jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta náðu gestirnir, leiddir áfram…Lesa meira

true

Skagakonur unnu stórsigur á Aftureldingu

ÍA og Afturelding mættust í B deild kvenna í Lengjubikarnum í knattspyrnu í hádeginu á laugardaginn og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik höfðu Skagakonur unnið fyrstu þrjá leikina í Lengjunni á meðan gestirnir úr Mosó höfðu aðeins unnið einn leik og tapað tveimur. Saga Líf Sigurðardóttir kom Aftureldingu í forystu á 7. mínútu þegar…Lesa meira

true

Snæfell tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Karlalið Snæfells í körfunni heimsótti KV á föstudaginn en leikið var á Meistaravöllum í Vesturbæ. Með sigri í leiknum gat Snæfell tryggt sér þátttöku í úrslitakeppni 1. deildar en eitt lið fer beint upp í Bónus deildina og við tekur svo úrslitakeppni, þar sem næstu átta lið berjast um laust sæti í deild þeirra bestu.…Lesa meira

true

Gunni Hó Akranesmeistari í pílu

Síðasta laugardag fór fram Akranesmeistaramót 501 hjá Pílufélagi Akraness og var það haldið í pílusalnum við Vesturgötu. 22 keppendur skráðu sig til leiks, fyrst var leikið í riðlum og síðan var útsláttarkeppni. Það kom fæstum á óvart að í úrslitaleiknum mættust þeir Gunni Hó og Siggi Tomm enda hafa þeir verið framarlega í íþróttinni á…Lesa meira

true

Kári vann góðan sigur á Gróttu í Lengubikarnum

Kári og Grótta áttust við í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir strax í byrjun leiksins þegar Grímur Ingi Jakobsson skoraði úr vítaspyrnu. Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði metin á 17. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Gróttu og kláraði færið vel. Tveimur mínútum…Lesa meira

true

ÍA deildarmeistari og á leið upp í Bónusdeildina í körfunni

Í gærkvöldi var komið að ögurstund hjá karlaliði ÍA í körfubolta. Liðið hefur verið á feiknar siglingu í vetur og gat með sigri á Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi tryggt sér deildarmeistaratitil og um leið sæti meðal bestu liða landsins í Bónusdeildinni á næsta tímabili. Fjölmenni fylgdi liðinu suður og hvatti til dáða af pöllunum…Lesa meira

true

Ísland spilar í Póllandi á EuroBasket í haust

Körfuknattleikssambönd Íslands og Póllands hafa náð samkomulagi um að karlalið Íslands spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag. EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum; Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo…Lesa meira

true

Náðu þriðja sætinu á Íslandsmóti skákfélaga

Taflfélag Snæfellsbæjar tók þátt á Íslandsmóti skákfélaga um síðustu helgi og voru Íslandsmeistarar krýndir í öllum deildum. Fjölnismenn sigruðu Úrvalsdeildina með glæsibrag og unnu allar tíu viðureignir sínar og hlutu 20 stig eða fullt hús stiga. Víkingaklúbburinn, TR-c, Dímon og Skákfélag Íslands urðu hlutskörpust í öðrum deildum. A-sveit Taflfélags Snæfellsbæjar tefldi í 4. deild og…Lesa meira