Íþróttir

true

Skagamenn með sigur á Fjölni í markaleik

Fjölnir og ÍA mættust í Lengjubikarnum í A deild karla í riðli 1 í gærkvöldi og var leikurinn í Egilshöll í Grafarvogi. Fyrir leik voru Skagamenn með fimm stig í riðlinum eftir þrjá leiki en heimamenn án sigurs í þremur leikjum. Fyrsta mark leiksins kom strax á fimmtu mínútu þegar Mikael Breki Jörgensson átti ágætis…Lesa meira

true

Skallagrímur tekur ekki þátt í Lengubikarnum

Jón Theodór Jónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms, staðfestir í samtali við Skessuhorn að liðið taki ekki þátt í Lengjubikarnum að þessu sinni. „Knattspyrnudeild Skallagríms tekur ekki þátt í lengjubikarnum þennan veturinn en stjórn og þjálfarar félagsins ákváðu í sameiningu að draga félagið úr mótinu að þessu sinni,“ segir Jón Theodór. Skallagrímur keppir í 5. deild karla…Lesa meira

true

Frábær sigur hjá UMFG

Kvennalið Ungmennafélags Grundarfjarðar í blaki tók á móti liði Sindra frá Höfn í Hornafirði í íþróttahúsi Grundarfjarðar í gær. Þó svo að gestirnir hafi skorað fyrsta stigið í fyrstu hrinunni þá náðu heimakonur fljótt yfirhöndinni og voru með góða forystu alla hrinuna. Þær sigruðu hana að lokum 25-18 og komust því í 1-0 í leiknum.…Lesa meira

true

Tíundi sigur Skagamanna í röð

Breiðablik og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var spilað í Smáranum í Kópavogi. Fyrir leik voru Skagamenn í toppsætinu með 28 stig eftir níu sigurleiki í röð en Blikar í því sjöunda með 16 stig eftir tap á móti Sindra í síðustu umferð. Jafnræði var með liðunum fyrstu sex…Lesa meira

true

Ísland fer á Evrópumótið í körfubolta í haust

Það var þéttsetinn bekkurinn í Laugardalshöllinni í gærkveldi þegar karlalandslið Íslands í körfubolta tók á mót Tyrklandi í undankeppni fyrir Evrópumótið í körfubolta, sem haldið verður í haust. Áhorfendur fóru að streyma inn í höllina um tveimur tímum fyrir leik og myndaðist góð stemning, þá sérstaklega þegar leikmenn Íslands tóku öll völd í leiknum þegar…Lesa meira

true

Sindri Karl setti nýtt met

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram um liðna helgi en keppnin er ein af hápunktum innanhússtímabilsins. Flest af fremsta frjálsíþróttafólki landsins keppir í sínum greinum og ávallt má búast við bætingum og að ný met verði slegin. Hlauparinn Sindri Karl Sigurjónsson úr UMSB tók þátt í 3000 metra hlaupi karla en Sindri setti met…Lesa meira

true

Stórsigur hjá Kára en naumt tap Víkings

Önnur umferðin í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu fór fram um helgina og voru Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík bæði að spila. ÍH og Kári mættust í riðli 3 á föstudagskvöldið og var leikurinn í Skessunni í Hafnarfirði. Ein deild er á milli þessara liða á Íslandsmótinu í sumar, Kári spilar í 2.…Lesa meira

true

Skagakonur unnu Hauka í markaleik

Haukar og ÍA áttust við í B deild kvenna í Lengjubikarnum í gærkvöldi og var viðureignin í nýju glæsilegu knatthúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fyrir leik var grasið vökvað í um hálftíma þannig að boltinn rúllaði mjög hratt á vellinum en skoppaði ekki neitt sem var frekar einkennilegt. Þá var að sögn sjónarvotta alltof…Lesa meira

true

Fyrsti sigur Skagamanna í Lengjubikarnum

ÍA og Grindavík mættust í gærkvöldi í A deild deild karla í Lengjubikarnum í riðli 1 og var leikurinn í Akraneshöllinni. Skagamenn gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum í Lengjubikarnum en Grindvíkingar voru með þrjú stig eftir tvo leiki. Í byrjunarliði gestanna voru þrír fyrrum leikmenn ÍA sem eru allir á láni en það voru…Lesa meira

true

Ísak Birkir náði sæti í undanúrslitum í úrvalsdeildinni í keilu

Síðastliðinn sunnudag hófst úrvalsdeildin í keilu sem sett er upp í samvinnu við Stöð 2 Sport en tólf keppendur hafa unnið sér inn réttinn til þátttöku í deildinni. Leikið er með þeim hætti að allir spila tvo leiki við alla og sá aðili sem er með hærra heildarskor úr þessum tveimur leikjum fær tvö stig…Lesa meira